Gríðarlegur mannfjöldi hefur safnast saman við styttuna af Kristjáni IX við stjórnarráðið, sem nú fyrir örfáum mínútum var steypt af stalli. Er þar með talið að aldalangri kúgun Dana á Íslandi sé loks endanlega lokið, eftir tæplega 60 ára blekkingarleik.
Múgurinn er mjög æstur, menn hoppa á styttunni og einhverjir hafa reynt að leggja sér brot af henni til munns með misjöfnum árangri. Þá hafa nokkrir reynt á sama hátt að steypa Hannesi Hafstein í allri ringulreiðinni.
Enn hefur ekkert spurst til leppstjórnar Dana á Íslandi en talið er líklegt að Davíð Oddsson og hyski hans hafi leitað skjóls hjá danska sendiherranum og er hópur íslenskra þjóðernissinna á leið þangað með tjöru og fiður.
Aumingjar!
Við breytum ykkur í hesttanaða elgmassaða kalla á innan við fjórum árum!
Líkamsræktarstöðin Púlver
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.