Frétt — Enter — 15. 11. 2001
Íslenska geimferðaáætlunin gengur vonum framar
Nýju búningarnir eru ákaflega smekklega unnir

Mikil leynd hefur hvílt yfir áætlunum Íslendinga um geimferðir. Fjölmiðlum hefur verið meinaður aðgangur að æfingasvæði íslensku geimfaranna og verið neitað um teikningar og myndir af þeim geimskutlum sem eru í smíðum, svo og hefur áfangastöðum verið haldið leyndum.

Í dag brá þó svo við að Jesper Kristjánsson, fulltrúi 'Íslensku Geimferðastofnunarinnar' boðaði til blaðamannafundar. Fáir mættu á fundinn en fulltrúi Baggalúts var þó á staðnum. Kynnti Jesper frumdrög geimferðaáætlunar íslenska ríkisins, sem hlotið hefur viðurnefnið 'Stjarnaldur' og sýndi myndir frá strangri þjálfun geimfaranna, sem allir eru hraustir piltar úr Dýrafirðinum - "...sem við treystum fullkomnlega."

Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um hvenær fyrsta geimskotið verður en að sögn Jespers verður það "... að líkindum snemma á næsta ári, ef ekki snjóar mikið og við komumst að samkomulagi við kellinguna [Ellu Mogensen, fatahönnuð] um lit á búningana."

Til sölu

fallegur skautbúningur. Hentar vel fyrir karlmann, eða mjög hávaxna konu. A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
§ Spiladós




§ Nýjustu fréttir: