Frétt — Númi Fannsker — 22. 11. 2002
Landbúnaðarráðherra tileinkar sér ferðamáta forfeðra sinna
Guðni mætir til vinnu í morgun

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra hefur selt bifreið embættis síns af Mitsubishi Pajero-gerð og keypt gæðinginn Gotta frá Gautreksstöðum. Hann fer nú allra sinna ferða á fáki sínum og ber þessum nýja farskjóta sínum vel söguna:

"Gotti er eins og allir hestar af hinu íslenska kyni, stórkostleg skepna. Enda hafa rannsóknir sýnt að íslenski hesturinn er afbragð annarra spendýra hvað skynsemi, almennt hreinlæti og tignarlegt fas snertir", sagði Guðni í spjalli við kunningja blaðamanns Baggalúts.

Guðni fer sem fyrr segir allra sinna ferða á Gotta og hefur það truflað nokkuð umferð; t.a.m. myndaðist mikil bílalest á Bústaðavegi í gærkvöldi. Guðni segir það vera litla fórn: "Ég vorkenni ekki eiturspúandi borgariðjótum þó þeir komi til vinnu klukkutíma fyrr eða seinna. Ég ferðast um á umhverfisvænu farartæki og hef fullan rétt á því að kjósa mér sjálfur farskjóta".

Jólasveinn

óskast til að skemmta karlmanni á sextugsaldri á aðventunni. Þarf að vera vel loðinn.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
§ Spiladós




§ Nýjustu fréttir: