Árna M. Mathiesen var í héraðsdómi gert að greiða Magnúsi Hafsteinssyni 100 þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðandi ummæli um frétt Magnúsar sem fjallaði um brottkast sjávarafla.
Árni gat hvorki sannað á fullnægjandi hátt að Magnús væri "..alger fokking hálfviti" né að fréttin væri "..sú augljósasta og barnalegasta fölsun sem birst hefur í sjónvarpi". Árni var þó sýknaður af ummælum um að Magnús væri "..ógeðslega leiðinlegur og alltaf að dissa kvótakerfið."
Baggalútur óskar Magnúsi til hamingju enda vitum við manna best hve óþolandi það er að láta væna sig um falskan fréttaflutning.
Dönsku blússurnar komnar!
Hafrannsóknastofnunin
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.