Stefán Sigurjónsson, húsgagnasmiður, datt heldur betur í lukkupottinn þegar dregið var í happdrætti Þjóðminjasafnsins á föstudaginn. Stefán hreppti nefnilega fyrsta vinning; tvær múmíur sem fundust við uppgröft á Þingvöllum í sumar. Múmíurnar eru taldar um 6000 ára gamlar og ákvað menntamálaráðuneytið, sem hafði umsjón með uppgreftrinum, að færa Þjóðminjasafninu múmíurnar til varðveislu. Þjóðminjavörður ákvað að gefa múmíurnar í happdrætti safnsins, en sem kunnugt er stendur nú yfir fjáröflun svo ljúka megi framkvæmdum í fatahengi safnsins.
"Jú það er rétt, við ákváðum að gefa þessar ómetanlegu múmíur svona til að ýta undir sölu á happdrættismiðum - reyndar hefur safnið ekkert að gera við gripi af þessu tagi, enda passar þetta enganveginn inn í þá sögu og menningu sem Þjóðminjasafnið endurspeglar", sagði þjóminjavörður í samtali við blaðamann Baggalúts.
Blár lúdókall
fannst við uppgröft nálægt Reykjavíkurhöfn. Einnig fannst á svipuðum slóðum teningur og yatsi-blokk.
A.v.á.
Ég sé að fullháttvirtur forseti hins háa Alþingis er með eitthvað bakkaklór eftir ömurðarveisluna sem hann hélt á Völlunum að viðstöddu fámenni í gær.
„Forseti Alþingis harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin og leyfir sér að trúa því að það sé minnihlutasjónarmið að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar.“ — segir forseti.
Ég mótmæli herra forseti.
Þessi vanhugsaða og alls óvelkomna heimsókn var hreint ekki „notuð“ til að varpa skugga á fjölmilljónapartíið þitt. Heiðursgesturinn flóttalegi sá alveg sjálfur um að varpa sínum skoðanamyrka skugga á hátíðahöldin og eyðileggja þau gersamlega.
Það eru miklu fremur Danir sem sýna okkur óvirðingu með því að senda þessa útdönkuðu rasistapíu hingað — og skömmin er þeirra að púkka upp á hana sem þingforseta yfirhöfuð.
Það er nefnilega míkróminnihlutasjónarmið að halda að það sé í lagi að dubba upp rauðklædda rasista og leiða til hásætis á hátíðarþingfundi á sjálfu Lögbergi. Og það að gera lítið úr gagnrýni á þetta skipulagsslys er ekkert annað ómerkilegt yfirklór og eftirámjálm.
Svo eiga menn bara að drullufrussfretast til að biðjast afsökunar á klúðrinu í stað þess að barma sér undan eðlilegum viðbrögðum við þessum skammarlega undirlægju– og druslugunguhætti.
Góðar stundir.