Frétt — Spesi — 18. 9. 2002
Bush fordæmir uppgjöf Íraka
Tilboð Íraka hefur aldeilis ruglað Georg litla í ríminu.

Írakar hafa nú gert Bandaríkjamönnum tilboð þar sem látið er undan öllum kröfum þeirra, auk þess sem Saddam Hussein hefur farið frá völdum og flutt úr landi. Þá hafa Írakar beðið Bandaríkjamenn um að taka yfir olíulindir sínar og hefja kristniboð í landinu.

"Jájá, þetta er orðið gott," sagði Saddam Hussein í spjalli við Baggalút í nýrri og afar huggulegri 3ja herberja íbúð sinni á Kanaríeyjum. "Ég var orðinn svo leiður á þessu veseni öllu og fattaði líka að það er kannski bara eitthvað til í þessu hjá Könunum."

George W. Bush forseti Bandaríkjanna hefur fordæmt tilboðið og segir það vera blekkingu eina, kænskubragð sem þeir séu að nota til að rugla sig í ríminu. "Saddam er líka alger fáviti. Allavega segir pabbi minn það sko," sagði Bush.

UNGUR MAÐUR

með yfirgripsmikla þekkingu á kjarnaofnum, óskar eftir starfi úti á landi.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: