Frétt — Enter — 23. 1. 2013
 Jón Bjarnason segir sig úr þingflokki VG í kjölfar umræðu um klámfrumvarp
Ekki er ljóst hvort – og þá hvernig – húfa Jóns tengist frumvarpinu.

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sagt sig úr þingflokki Vinstri-grænna.

Þetta gerist í kjölfar mikillar umræðu um svokallað „klámfrumvarp“ sem Ögmundur Jónasson undirbýr, en það á að spyrna á við klámvæðingu — bæði innan þingflokks VG og utan hans.

Málin eru þó ekki talin tengjast.

Húsnæði óskast

Rótgróin vélhjólasamtök, reyklaus, óska eftir að leigja lítið einbýli miðsvæðis í Rvk. Skilvísum greiðslum heitið.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir:
23. 1. 2013 — N?mi Fannsker

Nýr íslenskur stjórnmálaflokkur, Prímatapartíið, ætlar að bjóða fram á landsvísu fyrir kosningarnar í vor. Flokkurinn leggur stund á svokallaða „mannapapólitík“ sem …

23. 1. 2013 — Enter

Skæð lífdíslaplága herjar nú á malbik og bundið slitlag. Eru dæmi um að þessar skaðræðisskepnur hafi ráðist í hópum á …

22. 1. 2013 — Enter

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórana á höfuðborgarsvæðinu, að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna Myrkra músíkdaga, sem hefjast í …

22. 1. 2013 — Enter

Mikil örtröð hefur verið á Landspítalanum undanfarna daga og ákvað því starfsfólk að slá upp hátíð á göngum spítalans — …